Á hlýlegum nótum

Það er ekki einleikið hvernig öfgarnar í verðrinu hafa verið á undanförnum árum. Í Danmörku hefur gróður víða ekki fölnað. Tré voru að blómstra í janúar og vorlaukar að stíga upp úr moldinni. Veturinn hefur verið sá mildasti frá því að mælingar hófust.
Það er mikilvægt að allir geri sér grein fyrir því hvernig hægt er að koma að þessu máli. Það eru margar leiðir færar en óvíst hvort að áhrif okkar mannanna séu eins stórvægileg og við viljum vera láta. Það er nefnilega um að ræða fleiri en eitt fyrirbæri. Eitt er nefnt greenhouse effect, gróðurhúsaáhrif og byggist upp á uppsöfnun kolvetnis vegna notkunar á kolefniseldsneyti, m.a. Annað er hlýnun jarðarinnar, global warming sem hugsanlega er ekkert síður hættulegt. Menn vilja meina að mengunin í loftinu haldi aftur af hlýnun með því að draga úr varmageislun. Þar af leiðandi mun tærara loft gera geislum sólarinnar kleift að velgja okkur ennþá frekar undir uggum.
Nú er bara að bíða þess að fræðimaðurinn, Andri Snær sendi okkur nýja handbók til leiðsagnar á hverfanda hveli.

Er nokkuð hlýtt undir sólinni?


mbl.is Hlýnun andrúmsloftsins mun gerbreyta jörðinni á 100 árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætlaðirðu ekki að segja "Global dimming" þarna?

Gulli (IP-tala skráð) 3.2.2007 kl. 09:50

2 Smámynd: Gamall nöldurseggur

Góð athugasemd. Það var einmitt það sem ég vildi segja. Global dimming hægir einmitt á áhrifum gróðurhúsaáhrifa og þar með global warming. Takk.

Gamall nöldurseggur, 3.2.2007 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gamall nöldurseggur
Gamall nöldurseggur
Svona rétt til að hlífa konunni við þessu endalausa röfli í mér.

Eldri færslur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband