Dómgreind

Er nú ekki komin upp sú spurning hvort að dómarar þurfi endilega að vera lögfræðingar. Þeir þröngva málum svo í stífan ramma laganna að réttlætið verður að lokum það sem undan skreppur. Ég veit vel að þeir fá til ráðuneytis ýmsa prófessora og forsvarsmenn ólíkra fræðasviða. Á endanum tel ég að lögfræðilegur þankagangur hefti mjög dómara í réttlátri dómsuppkvaðningu. Alla vega finnst mér færast mjög í vöxt óánægja þjóðarinnar með úrskurði þeirra í fjölmörgum málum. Allir muna eftir konunni sem "átti skilið að verða lamin" og dómurinn gagnvart sambýlismanni hennar var mildaður fyrir vikið. "Hún hefði ekki átt að ögra honum, átti að vita betur".

Það þarf að skilgreina glæpinn og refsingin verður að vera þannig að mönnum þyki málagjöldin makleg.
Á þessu eru svo ennþá fleiri hliðar.

1. Fórnalamb sakamannsins hefur beðið eitthvert tjón.
Tjónið er óbætanlegt og mun kosta einstaklinginn erfiðleika og átök sem beint eða óbeint geta talist stafa af óæskilegri reynslu þeirra af ódæðinu.
Þetta tjón er engin leið að bæta með peningum. Að nefna einhverja upphæð er hreinasta móðgun. Hvað kostar að kúga fólk? Hvernig komast menn að einhverri bótafjárhæð. Sér í lagi nú þegar verðmætamat manna er komið út fyrir alla hefðbundna staðla?

2. Samfélagið mun þurfa að greiða fyrir læknisþjónustu og aðra endurhæfingu allra aðila. Það er sannað að tíðni geðraskana er algeng hjá fórnarlömbum kynferðiglæpa. Ef til vill munu veikindi sem beint eða óbeint má rekja til áfalla tengdum glæpinum verða til þess að einstaklingur geti ekki sinnt fjölskyldu sinni, vinnu eða örðum mikilvægum störfum í þágu sjálfs sín og samfélagsins. Hver er bótaskyldur fyrir slíku tapi?

3. Hver er tilgangurinn með refsingunni? Er um að ræða betrunarvist, hegningu eða hefnd?

4. Eru líkur á að brotamaðurinn muni að lokinni afplánun gerast brotlegur á ný? Þarna er því miður sú dapurlega staðreynd að líkindin á því að hann gerist brotlegur á ný eru yfirgnæfandi og þó það hafi ekki verið rannsakað tvíblint (af augljósum ástæðum) þá er 95% víst að aðilinn muni með einhverjum hætti snúa aftur að fyrri iðju. (5% líkur á að hann taki eigið líf). Sem sagt endurhæfingin er ekki fólgin í refsingunni.

5. Hvaða hlutverk hefur sakborningur í þjóðfélaginu? Hvers virði er hann samfélaginu. Hver er skaðinn sem hann hefur unnið á samfélaginu og í annan stað á einkahagsmunum fórnarlamba sinna.

Er hægt að gera dómara vondra dóma persónulega ábyrga fyrir þeim missi sem síðar sannast að menn hafi orðið fyrir en dómsúrskurðurinn gerði ekki ráð fyrir?

Er ekki kominn tími til að sjá eitthvað nýtt undir sólinni?


mbl.is Hæstiréttur styttir dóm yfir kynferðisglæpamanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Viltu kannski segja mér hvað er vondur dómur? Góður dómur fylgir ríkjandi rétti og þar á meðal fordæmum Hæstaréttar. Ég er ekki að segja að ég sé ánægður með að þessi maður skuli einungis fá 18 mánaða dóm, alls ekki, en ég tel að dómstólarnir séu skotspónn manna að ósekju. Breytingar á þessum hlutum eiga auðveldlega að koma frá Alþingi því þar liggur valdið til að breyta settum lögum og breyta refsirammanum!

Karl Jón Valsson (IP-tala skráð) 3.2.2007 kl. 00:07

2 identicon

Ég er alveg sammála þér. Það er mergurinn málsins. Löggjafinn er ekki starfi sínu vaxinn einhverra hluta vegna. Ég tel að íhaldssemi ráði þar miklu. Þjóðfélagið hefur breyst gríðarlega á síðustu 50 árum en þingsköp eru að miklu leyti óbreytt frá upphafsdögum endrreisnar alþingis. Flokkspólitíkin fyrir mitt leiti er ekki að gera sig.
Það er vandmeðfarið að setja góð lög. Alltaf þarf að gera ráð fyrir svigrúmi til túlkunar. Vondur dómur er huglægt orðalag mitt. Ég er að tala um þær þröngu viðjar sem dómendur setja sér og núverndi dómskerfi beinlínis gerir ráð fyrir með túlkun laganna. Þannig að dómar oftar en ekki falla betur að lögum en réttlæti. Réttlæti er einnig afar huglægt en þegar meirihluti almennings er ósáttur við réttvísina er ljóst að eitthvað er ekki í lagi. Sjaldan lýgur almannarómur, eða hvað? Það er það sem ég kalla vondan dóm.

glg (IP-tala skráð) 3.2.2007 kl. 13:58

3 Smámynd: Gamall nöldurseggur

Ég er alveg sammála þér. Það er mergurinn málsins. Löggjafinn er ekki starfi sínu vaxinn einhverra hluta vegna. Ég tel að íhaldssemi ráði þar miklu. Þjóðfélagið hefur breyst gríðarlega á síðustu 50 árum en þingsköp eru að miklu leyti óbreytt frá upphafsdögum endrreisnar alþingis. Flokkspólitíkin fyrir mitt leiti er ekki að gera sig.

Það er vandmeðfarið að setja góð lög. Alltaf þarf að gera ráð fyrir svigrúmi til túlkunar. Vondur dómur er huglægt orðalag mitt. Ég er að tala um þær þröngu viðjar sem dómendur setja sér og núverndi dómskerfi beinlínis gerir ráð fyrir með túlkun laganna. Þannig að dómar oftar en ekki falla betur að lögum en réttlæti. Réttlæti er einnig afar huglægt en þegar meirihluti almennings er ósáttur við réttvísina er ljóst að eitthvað er ekki í lagi. Sjaldan lýgur almannarómur, eða hvað? Það er það sem ég kalla vondan dóm.

Gamall nöldurseggur, 3.2.2007 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gamall nöldurseggur
Gamall nöldurseggur
Svona rétt til að hlífa konunni við þessu endalausa röfli í mér.

Eldri færslur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband