Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007
31.1.2007 | 22:14
Sökk-vandi
Það eru margar leiðir til að ávaxta peninga. Það er einmitt það sem bankarnir gera. Peningar verða ekki til úr engu. Vonandi telur enginn að þeir komi bara utan úr buskanum... Bara frá útlöndum, af því að allir séu svo hrifnir af Íslandi og íslenskir bankamenn séu svo klókir fjárfestar og viðskiptamenn.
Það er vaxtamunurinn sem er óeðlilegur. Seðlabankinn ákvarðar leiðbeinandi stýrivexti. Samt er hann eini bankinn sem engum hagnaði skilar. Nú veit ég ekkert um seðlabanka en ég veit að hann hefur átt fullt í fangi með að halda genginu upp með handafli meðan allt féll í frjálsu falli. Allir aðrir veðjuðu á fallið og tryggðu sér gjaldeyrisforða og gengisávinning.
Samkennd hefði verið að standa saman eins og klettur úr hafi, halda að sér höndum og sýna umheiminum fram á annað. En þá hefði enginn grætt svona mikið. Allir hefðu beðið jafnan skell ef einhver hefði orðið.
Bankarnir bera enga samfélagslega ábyrgð. Ef gengið fellur, græða bankarnir. Ef einstaklingurinn verður gjaldþrota, hirðir bankinn sitt og afskrifar restina. Bankinn græðir alltaf og áhættan er engin. Ríkið ábyrgist starfsemina.
Hins vegar er auðvelt að hafa áhrif á eftirspurnina eftir krónunni.
Erlendir fjárfestar vilja gjarnan ávaxta sína peninga í hávaxtaumhverfi. Áhættan er gengisáhætta. Milliliðirnir eru íslensku bankarnir. Hvað gerist svo þegar fjárfestar innlendir jafnt sem erlendir hafa ávaxtað milljarðana sína um 10-16% (hóflega áætlað)? Þeir innleysa hagnaðinn og sækja á önnur mið til að þurfa ekki að borga fjármagnstekjuskatt. Krónan veikist í takt við markaðslögmálið um framboð og eftirspurn. Ef taugaveiklun grípur um sig fylgir í kjölfarið hrina smákaupmanna sem allir í örvæntingu reyna að losa sig við krónur. Krónan fellur enn. Þeir sem voru nógu forsjálir að eiga erlendan gjaldeyrisforða eru í góðum málum. Vitandi það að nú er hægt að kaupa krónur á kosta kjörum og fá fleiri krónur fyrir erlendu myntina en fyrir nokkrum dögum eða vikum síðan. Nú er ráð að fjárfesta og styrkja á ný tiltrú kaupenda á markaðinum. Eftirspurn eykst og krónan styrkist á ný. Ávöxtun. Er þetta ekki snjallt. Bjargi sér hver sem betur getur, skipið sekkur. Seðlabankinn einn við árar. Tær snilld.
íslenskt hagkerfi minnir um margt á rannsóknarstofulíkan sem unnt er að leika sér með í smækkaðri mynd og þar geta fjármálasnillingarnir sýnt snilli sína.
Nú eru menn með milljarða í vasanum og til að komast hjá fjármagnstekjuskattinum þarf að fjárfesta og kaupa meira. Fara með fullar hendur fjár og kaupa í næstu nágrannalöndum og staðgreiða.
Ríkið fær sína 10% fjármagnstekjuskatta af hagnaði eftir að veisluhöld og aðrar velgjörðarsamkundur, launakostnaður og allur mögulegur og ómögulegur risnukostnaður við rekstur banka og fjármálastofnana hefur verið gerður upp með bókhaldsbrellum.
Þetta er einungis ein leið af mörgum. Enda er ég augljóslega enginn fjármálaspekúlant.
Ég er stoltur af Íslendingum og gleðst yfir velgengninni en ég hef af því áhyggjur að það er ekki holt fyrir samfélagið þegar hópurinn verður of sundurleitur. Við erum jú öll sama sortin og 70% vatn þegar upp er staðið. Merkilegri er nú mannskepnan ekki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.1.2007 | 20:55
Náttúruleysi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.1.2007 | 12:45
Óhugnaður
Það verður að segjast eins og er að hér er um að ræða afar andstyggilega aðför að samfélaginu. Og það meðal einstaklinga innan samfélagsins. En það sem er verra er að með fréttabirtingunni er óhugnaðurinn jafn og ef einhver hefði orðið fyrir barðinu á illvirkjunum. Allir hugsa, guð minn góður, þetta gæti komið fyrir mig. Hræðslan grípur um sig og heimurinn er óöruggari fyrir vikið. Skilaboðin eru skýr. Enginn er óhultur. Illskan er allsráðandi og úrþvættin munu eyðileggja öryggi okkar. Það er jú öryggi sem gerir líðan okkar bærilega. Hamingjan snýst um að vera örugg. Ef við erum örugg erum við sátt og þar af leiðandi í hugarró. Allt sem ógnar öryggi okkar gerir okkur óörugg og viðkvæm. Kvíði magnast og ef við finnum ekki öryggið á ný er hætt við að við veslumst upp í angist og streitu. Við höfum sennilega aldrei verið öruggari um nokkurn skapaðan hlut en einmitt á þessum tímum en í senn erum við uppfull af ótta við að missa allt það sem við höfum.
Einstaklingar sem ekki fá að vera með í félagsskapnum verða andfélagslegir.
Þetta er ekki nein spurning um trúarbrögð eða kynþátt. Þetta er spurning um siðgæðisvitund og samkennd. Ef hún er ekki alin upp frá blautu barnsbeini, þá er voðinn vís. Við þurfum að hafa áhrif á okkar nánasta umhverfi. Börnin okkar, maka, fjölskyldu og vini. Þannig styrkjum við með eftirbreytanlegri framkomu góða siði. Ef við ætlum að fara að koma fram við alla eins og þeir séu hugsanlegir útsendarar illsku og hermdarverka verða öll okkar samskipti mörkuð af tortryggni og ótta. Við verðum sífellt á varðbergi gagnvart því versta sem í boði er. Fjölmiðlar halda okkur á tánum þar til við getum okkur hvergi hrært nema bíða fyrirmæla hins opinbera. Hið opinbera á jú að passa uppá okkur. Eða hvað?
Er kannski kominn tími til að fólk horfi sér nær og athugi hvaða skilaboð fjölmiðlar eru að senda almenningi með því að vera að básúna allt það versta sem mönnum dettur í hug. Ef einhver er fúll út í hund nágranna síns og segir í bræði, ég kála kvikindinu. Er þegar komin fyrirsögn í huga blaðamanns, "óður maður myrðir hund í bræði" Þar er komið fram krassandi fréttaefni sem fær hárin til að rísa á öllum hundaeigendum, sér í lagi lítilla og meinlausra hunda sem lægju vel við höggi. Það er ósennilegra að eigendur stærri varð og vígahunda kipptu sér upp við fréttina enda óvíst að fréttin hefði verið á þessa leið ef svo væri.
Tilhugsunin er óhugnarleg en hætt er við að hún verði til að sá enn einu óvildarkorninu í garð einhverra sem munu gjalda fyrir tilhugsunina eina. Það er alveg ljóst að menn eru komnir allt of langt út á hættulega braut í leitinni að blóraböggli illskunnar.
Hvað varð um að bjóða hina kinnina og launa illt með góðu?
Líklega er tímasóun að vera að skrifa eitthvað á þessa leið?
Ætluðu að ræna fólki og hálshöggva | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2007 | 13:30
DeWalt
Ég held þó að þótt undan svíði í fyrstu þá muni þetta til lengri tíma vera fjárfesting til góðs.
Sá guli... það er jú jákvætt. Sá guli er nú farinn að lækna mörlandann af kverkaskít og flensu. Ef reynist rétt munu útflutningstekjur þjóðarinnar þúsundfaldast. Þ.e.a.s. ef framleiðslan verður ekki flutt til austur Evrópu eða Asíu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar