7.2.2007 | 21:08
Enn hriktir í stoðum stóriðjunnar
Alltaf endurtekur sagan sig. Það var alveg sama sagan þegar taka átti upp bílbelti og gera að staðalbúnaði. Þá litu bílaframleiðendur á það sem viðurkenningu af sinni hálfu að bílarnir þeirra væru ekki nógu öruggir. Og það kom ekki til greina.
Það má alltaf hafa áhyggjur af öllu. En það er nú bara þannig að ef einar dyr lokast opnast aðrar annars staðar.
Það þarf nú að leggja höfuðið í bleyti og reyna að finna leiðir til að draga úr mengun.
Ég er mjög hrifinn af hybride framlaginu og vildi gjarnan sjá stjórnvöld taka við sér og létta á tollaálögum til að gera landsmönnum kleift að nýta sér góða kosti til viðbótar við þá sem fyrir eru. Það eru lægri tollar á rafmagnsbílum og hybride ætti að falla undir sama hatt a.m.k. að hluta til.
Stjórnvöld meiga einnig gjarnan hækka aftur tolla á þungu bensínhákana sem þeir voru svo vinsamlegir að lækka fyrir nokkrum árum síðan.
Þetta eru góð tíðindi.
Er nokkuð nýtt undir sólinni?
Bílaframleiðendur lítt hrifnir af stefnu ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað með Metan bílanna?
Þar er nú framtíðar-stóriðja sem bæri góðan bata af niðurfelldum tollum á þannig knúðum bílum. Auk þess sem Ísland hefur alla burði til að vera brautryðjandi í þeim efnum. Er þannig verkefni ekki komið vel af stað hér á landi og nánast ekkert sem vantar upp á nema fleiri bíla knúða með metani.
Ársæll (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 22:56
Held að rafmagn og batterí sé betri kostur en metan og vetni. Við eigum ekki það mikið af metani. Virknin með batteríum er sögð vera meiren með vetni, og verðið mun lækka því markaðurinn verður stærri.
Svo ekki sé minnst á vöðvakraftinn. Við eigum jú helst að hreyfa okkur 30 mínútur á dag, til að draga úr sívaxandi útgjöld í heilbrigðiskerfinu lífa lengur og heilbrigðari líf.
Og ef jafnræði mundi ríkja í borgarskipulag og umferðarmannvirki yrðu jafnvel meira hjólað hér en í Þrándheimi ( 12-18 % ferða ). Í Oulu og Rovaniemi í norður-Finnlandi er hjólað ennþá meira, en þar er mun betur búið um hjólreiðar en hér. Og enn má gera betur.
Sjá líka : Exercise-based Exercise-based transportation reduces oil dependence, carbon emissions and obesity
Morten Lange, 9.2.2007 kl. 16:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.