7.2.2007 | 15:15
Ábyrgð lækna
Það er gleðilegt að verið sé að taka fyrir tveggja ára gömul mál, loksins. Um réttindi og skyldur heilbrigðisstarfsfólks er minna fjallað en réttindi og skyldur sjúklinga. Mest hefur fólk gaman af því að ræða réttindi sjúkinga og skyldur heilbrigðisstarfsfólks, einkum lækna. Nú leiðist yfirlæknum að þurfa að axla í auknum mæli ábyrgð í því óstjórnarumhverfi sem færiband ríkisspítalanna býður þeimm uppá.
Þannig að ef að einn yfirlæknir á að vera ábyrgur fyrir læknismeðferð sjúklings, þýðir það bara eitt, að fjölga verði yfirlæknum.
Það er vel því að allir vilja þeir jú vera yfirlæknar og þar fyrir utan vilja allir aðrir á spítölunum ráða yfir læknum. Sjúklingar vilja ráða yfir mörgum sérfræðingum í mismunandi sérgreinum og tala þá um húðsjúkdómalækninn sinn sem lítur eftir líkþornunum og taugalæknirinn, hjartalæknirinn og lungnalæknirinn eiga allir sín líffæri. Heimilislæknirinn sér svo um vottorðagerðina og leiðsögn um frumskóg tryggingakerfisins. Á toppinum trónir svo sjúklingurinn einn með yfirsýnina og þar með ábyrgðina á eigin heilsu.
Hefur enginn heyrt talað um að of margir kokkar skemmi steikina?
Hér er ekkert nýtt undir sólinni.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.