3.2.2007 | 20:44
Karlinn kominn í kosningaham
Ef mig misminnir rétt, var þetta sama uppi á tenginunum fyrir 2 kjörtímabilum síðan.
Gott ef rétt reynist. Þó grunar mig að fleira þurfi að koma til en orðin tóm ef afnema á aflaheimildir með lagasetningu. Menn munu þá nota gróðann til að kosta bestu lagarefi sem völ er á, innanlands sem utan og berjast með kjafti og klóm. Það sem þarf að gera er að leggja kerfið niður og gefa veiðar tímabundið frjálsar einyrkjum og smábátaeigendum. Þeir geta þá selt fólki fisk við höfnina þegar þeir koma að landi uppúr hádeginu eða síðla dags.
Fra umhverfissjónarmiði séð er útlit fyrir að fiskverð fari hækkandi og þar af leiðandi verður aflinn verðmeiri eftir því sem hann er betur unninn. Þar af leiðandi legg ég til að stærð togara verði takmörkuð við smærri kúttera og að trukkarnir verði seldir meðan enná er eftirspurn eftir þeim. Það sem gerðist í loðnuvertíðinni í fyrra skilaði meiri hagnaði en árin á undan því að afinn sem kom að landi, þó að hann væri töluvert léttari en árin áður, var betur unninn og eftirspurnin og þar með verðið var hærra fyrir vikið. Þannig að þegar upp var staðið var hagnaður framleiðslunnar meiri, þrátt fyrir allt.
Addikiddagau, við studdum þig til þessa þegar þú gafst fyrst á þér færi. Ekki bregðast okkur nú.
Það er ekkert nýtt undir sólinni.
Kvótagreifar sitja ekki á friðarstóli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.