Barnaklám

Nokkrar staðreyndir um gerendur:

1. Það standa allir ráðþrota gagnvart því hvað gera eigi við þessa aðila. Í ljósi þess að allar rannsóknir sem gerðar hafa verið í þá veru að sýna fram á hversu líklegir þeir séu til að taka upp þráðinn að nýju, hafa sýnt fram á að 60% láta hanka sig á einhverju. Og þar af voru 30% búnir að hljóta dóm fyrir grófa misnotkun á börnum, ítrekað.

Ef þetta er skoðað í ljósi þess að önnur rannsókn sem gerð var á brotamönnum sem sátu inni fyrir dæmd afbrot sem sönnuð voru uppá þá gagnvart 1-2 börnum. Var meðaltal fórnarlamba þessara einstaklinga 110 börn. Þannig að miðað við það má áætla að einungis toppurinn á ísjakanum standi fyrir dómi. Það er álitið að meira en 80% tilfella séu aldrei tilkynnt.

Og þegar talið er að eitt af hverjum 3 stúlkubörnum verði fyrir misnotkun í einhverri mynd og 1/7 drengjum, þá er eðlilegt að foreldrar spyrji hvort ekki sé eitthvað hægt að gera til að vernda börnin.

Það er svo erfitt að gera rannsóknir sem sýna óyggjandi fram á árangur meðferðar að við getum ekki staðið aðgerðalaus hjá og beðið. Það er grunur allra sem koma að meðferð þessara einstaklinga að þeir séu ólæknandi og munu alltaf hafa þessa sömu löngun. Hversu vel þeim tekst svo að halda aftur af henni skal ósagt látið. Kynhvötin er nefnilega einn stærsti umbunarmekanisminn í heilanum. Allt sem veitir þér fullnægingu styrkist í frumheilanum og kallar á meira af sama. Fíkniefni verka á sama hátt ávanabindandi með því að margfalda áhrifin með losun boðefna úr heilanum með nk skammhlaupi. Hversu vel gengur mönnum að hætta að reykja, vaknar ekki stundum löngun, þótt menn séu hættir?

Það er alveg ljóst að á þessu máli verður að taka traustum tökum og það strax.

Klámvæðingin gerir þessum mönnum auðveldara fyrir og því vaknar upp spurning um hvort að þol okkar fyrir klámöldunni sé ekki of hátt. Og þá í framhaldi spurningin um hvar setja eigi mörkin?

Nýlega var í Danmörku verið að fjalla um 13 ára stúlku sem var misnotuð af manni sem hún sendi nektarmyndir af sér. Hann hótaði að sýna foreldrum hennar myndirnar og gera þær opinberar nema hún þýddist hann, sem og hún gerði ítrekað.

Annað óhuggulegt mál var þegar einn af helstu forvarnarforkólfunum gegn barnaklámi var leiddur í gildru svipaða og fréttastofan NFS hefur verið að gera heima. Hann var þá bara úlfur í sauðagæru.

Ein af hverjum 3 stúlkum. Það er kannski ástæða þess að menn vilja ekki vera of ákafir með refsivöndinn?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gamall nöldurseggur
Gamall nöldurseggur
Svona rétt til að hlífa konunni við þessu endalausa röfli í mér.

Eldri færslur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband