Fjöllyndi flokkurinn?

Hvernig má það vera að nú þegar íslenska lýðveldið hefur staðið í endurreisn frá stríðslokum í rúma 6 áratugi, að löggjafarsamkundan er ennþá í sama smalamanna búninginum og þegar undirbúningur heimastjórnar stóð yfir fyrir 2 aldarmótum síðan?
Má ekkert breytast með vaxandi upplýsingu?

Hvernig má það vera að pólitík snúist alltaf um allt regnbogans litróf frá vinstri grænum til helblárra hægriafla?

Er nauðsynlegt að sá sem vill efla einum aðila brautargengi þurfi einnig að dragnast um með alla þá fornaldar fjóshauga sem líka vilja vera með. Náðaða tugthússlymi og aðra ofbeldismenn. Er þetta hópíþrótt?

Er alveg deginum ljósara að ef meirihlutinn vilji eitthvað, þurfi minni hlutinn að vera því mótfallinn og öfugt. Er svona stór munur á öllum okkar þörfum og skoðunum að núningur öndverðra póla sé nauðsynlegur.
Getur verið að unnt sé að kanna viðhorf fólks með öðrum hætti en verið hefur með Gallup símakönnun og atkvæðasmölun fyrir kostningar. Er það ekki félagshyggju-sjónarmið í sjálfu sér að vera í stjórnmálaflokki.

Það er kúl og inn að vera í sjálfstæðisflokkinum. En reyndin er bara sú að annað er ekki í tísku. Hvað á maður þá að gera ef maður vill sjá frambærilega einstaklinga á þingi en vill alls ekki vinna í því pólitíska umhverfi sem búið hefur verið til í kringum sjálft stjórnarfyrirkomulagið.

Ég nenni ekki að horfa upp á enn einn ungan lögfræðinginn, glottandi, glaðhlakkalegan að veikleika í rökfærslum annars ágætra einstaklinga. Eyðileggjandi góðar hugmyndir með útúrsnúningum og orðagjálfri í umræðuþáttum ljósvaka.
Þetta er mín sýn á pólitík sem ég annars hef engar mætur á.

Hvað gera þingmenn?

Má fyrirkomulagið breytast.?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gamall nöldurseggur
Gamall nöldurseggur
Svona rétt til að hlífa konunni við þessu endalausa röfli í mér.

Eldri færslur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband