31.1.2007 | 20:55
Náttúruleysi
Íslendingar eiga möguleika á að verða öðrum til fyrirmyndar í umgengni við náttúruna. Við þurfum að stíga skref til framfara. Td væri unnt að afnema tolla á umhverfisvænar afurðir og orkusparandi. Ss. vönduð raftæki og ljós sem spara orku og endast. Kasta ekki krónum í einnota og orkufrekt rusl sem lekur straumi. Einnig er unnt að setja upp leiðarkerfi rafvagna sem ganga erilsömustu leiðir borgarinnar og tengja saman þjónustukjarna og bílastæði. Ef Kárahnjúkaborarnir yrðu notaðir væri hægt að útbúa einhvers konar hraðlestir, neðanjarðar. Þegar svona hugmyndir eru lagðar fyrir er spurt um arðsemi. Hún yrði ekki mælanleg í krónum á kjörtímabili en hins vegar yrði hér um að ræða gjöf til lands og þjóðar sem greiðir sína skatta og skyldur og vill búa í samfélagi. Það eru margar leiðir færar og allar betri en sú sem nú liggur í farvatninu. Það er löngu orðið tímabært að við hugum að framtíðinni. Það ætlar sér enginn að vinna við stóriðju og að Íslendingar skulu voga sér að nýta mengunarkvóta sinn og verðleggja sem auðlynd er hneikslanlegt. Þeir gætu af sama skapi boðist til að urða kjarnorkuúrgang í einhverjum hinum fjölmörgu hellum landsins. Það eru allir í vandræðum með að losa sig við hann hvort eð er. Hugmyndin er fráleit en það er einmitt málið.
Færsluflokkar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
bara að kvitta...kvitt
Fishandchips, 31.1.2007 kl. 21:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.