Náttúruleysi

Íslendingar eiga möguleika á að verða öðrum til fyrirmyndar í umgengni við náttúruna. Við þurfum að stíga skref til framfara. Td væri unnt að afnema tolla á umhverfisvænar afurðir og orkusparandi. Ss. vönduð raftæki og ljós sem spara orku og endast. Kasta ekki krónum í einnota og orkufrekt rusl sem lekur straumi. Einnig er unnt að setja upp leiðarkerfi rafvagna sem ganga erilsömustu leiðir borgarinnar og tengja saman þjónustukjarna og bílastæði. Ef Kárahnjúkaborarnir yrðu notaðir væri hægt að útbúa einhvers konar hraðlestir, neðanjarðar. Þegar svona hugmyndir eru lagðar fyrir er spurt um arðsemi. Hún yrði ekki mælanleg í krónum á kjörtímabili en hins vegar yrði hér um að ræða gjöf til lands og þjóðar sem greiðir sína skatta og skyldur og vill búa í samfélagi. Það eru margar leiðir færar og allar betri en sú sem nú liggur í farvatninu. Það er löngu orðið tímabært að við hugum að framtíðinni. Það ætlar sér enginn að vinna við stóriðju og að Íslendingar skulu voga sér að nýta mengunarkvóta sinn og verðleggja sem auðlynd er hneikslanlegt. Þeir gætu af sama skapi boðist til að urða kjarnorkuúrgang í einhverjum hinum fjölmörgu hellum landsins. Það eru allir í vandræðum með að losa sig við hann hvort eð er. Hugmyndin er fráleit en það er einmitt málið.


Óhugnaður

Það verður að segjast eins og er að hér er um að ræða afar andstyggilega aðför að samfélaginu. Og það meðal einstaklinga innan samfélagsins. En það sem er verra er að með fréttabirtingunni er óhugnaðurinn jafn og ef einhver hefði orðið fyrir barðinu á illvirkjunum. Allir hugsa, guð minn góður, þetta gæti komið fyrir mig. Hræðslan grípur um sig og heimurinn er óöruggari fyrir vikið. Skilaboðin eru skýr. Enginn er óhultur. Illskan er allsráðandi og úrþvættin munu eyðileggja öryggi okkar. Það er jú öryggi sem gerir líðan okkar bærilega. Hamingjan snýst um að vera örugg. Ef við erum örugg erum við sátt og þar af leiðandi í hugarró. Allt sem ógnar öryggi okkar gerir okkur óörugg og viðkvæm. Kvíði magnast og ef við finnum ekki öryggið á ný er hætt við að við veslumst upp í angist og streitu. Við höfum sennilega aldrei verið öruggari um nokkurn skapaðan hlut en einmitt á þessum tímum en í senn erum við uppfull af ótta við að missa allt það sem við höfum.
Einstaklingar sem ekki fá að vera með í félagsskapnum verða andfélagslegir.
Þetta er ekki nein spurning um trúarbrögð eða kynþátt. Þetta er spurning um siðgæðisvitund og samkennd. Ef hún er ekki alin upp frá blautu barnsbeini, þá er voðinn vís. Við þurfum að hafa áhrif á okkar nánasta umhverfi. Börnin okkar, maka, fjölskyldu og vini. Þannig styrkjum við með eftirbreytanlegri framkomu góða siði. Ef við ætlum að fara að koma fram við alla eins og þeir séu hugsanlegir útsendarar illsku og hermdarverka verða öll okkar samskipti mörkuð af tortryggni og ótta. Við verðum sífellt á varðbergi gagnvart því versta sem í boði er. Fjölmiðlar halda okkur á tánum þar til við getum okkur hvergi hrært nema bíða fyrirmæla hins opinbera. Hið opinbera á jú að passa uppá okkur. Eða hvað?
Er kannski kominn tími til að fólk horfi sér nær og athugi hvaða skilaboð fjölmiðlar eru að senda almenningi með því að vera að básúna allt það versta sem mönnum dettur í hug. Ef einhver er fúll út í hund nágranna síns og segir í bræði, ég kála kvikindinu. Er þegar komin fyrirsögn í huga blaðamanns, "óður maður myrðir hund í bræði" Þar er komið fram krassandi fréttaefni sem fær hárin til að rísa á öllum hundaeigendum, sér í lagi lítilla og meinlausra hunda sem lægju vel við höggi. Það er ósennilegra að eigendur stærri varð og vígahunda kipptu sér upp við fréttina enda óvíst að fréttin hefði verið á þessa leið ef svo væri.
Tilhugsunin er óhugnarleg en hætt er við að hún verði til að sá enn einu óvildarkorninu í garð einhverra sem munu gjalda fyrir tilhugsunina eina. Það er alveg ljóst að menn eru komnir allt of langt út á hættulega braut í leitinni að blóraböggli illskunnar.
Hvað varð um að bjóða hina kinnina og launa illt með góðu?

Líklega er tímasóun að vera að skrifa eitthvað á þessa leið?


mbl.is Ætluðu að ræna fólki og hálshöggva
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

DeWalt

Drengir vilja dót og karlmenn vilja verkfæri. Mig vantar góða skrúfvél og einhverra hluta vegna get ég ekki sætt mig við neitt annað en það besta. Eftir margra mánaða yfirlegu og 3 nánast einnota afbrigði hef ég afráðið að hætta að spara eyrinn og kasta krónunni. DeWalt er málið. Verst hvað hann er dýr.
Ég held þó að þótt undan svíði í fyrstu þá muni þetta til lengri tíma vera fjárfesting til góðs.
Sá guli... það er jú jákvætt. Sá guli er nú farinn að lækna mörlandann af kverkaskít og flensu. Ef reynist rétt munu útflutningstekjur þjóðarinnar þúsundfaldast. Þ.e.a.s. ef framleiðslan verður ekki flutt til austur Evrópu eða Asíu.

« Fyrri síða

Höfundur

Gamall nöldurseggur
Gamall nöldurseggur
Svona rétt til að hlífa konunni við þessu endalausa röfli í mér.

Eldri færslur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband